15.10.2008 | 13:05
Ástralía 15.10.
Sumir vöknuðu snemma í dag, tímamunur eitthvað að gera vart við sig, en allir sváfu þó vel. Morgunmatur og svo var rútan okkar komin og við af stað út úr borginni. Ekið í um 1.5-2 tíma og þá komum við í O´Reilleys vínbúgarðinn í vínsmökkun. Flestir vildu smakka vínið, en múskatið var vinsælast og auðvitað þetta líka fína súkkulaði. Húfur! Nóg af þeim hérna og þar sem fletsir höfðu gleymt þessari nauðsyn þá fóru nokkrar á íslensk höfuð.
Þá var að athuga hvort breiðnefurinn sæist í litla læknum, en þetta ástralska dýr lét ekki sjá sig.
Næst er það Lamington þjóðgarðurinn. Ástralir eru framarlega í náttúruvernd og strax um 1879 var stofnaður þjóðgarður í landinu. Fjölskylda stofnaði garðinn á fyrri hluta 20. aldar og nú hefur ástralska ríkið tekið við viðhaldinu.
Við fórum í göngu í toppi trjánna, á hengibrú um 25-30 metra hæð. Tré, sem er holt að innan er við hengibrúna og flestir fóru inn í það. Svo voru það fuglarnir, sem eru vanir að fá mat úr höndum, Ingibjörg skipaði einum að skíta á hattinn hjá Stjána og viti menn! Fuglinn skildi skipun á íslensku . . .
Fugl settist á Birnu - sú eina sem ekki vildi hafa fugl á öxlunum. Úppps
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.