11.10.2008 | 18:57
Ástralía
Nú er komið að því . . . Ástralía 2008
Ásgerður og Hulda settust á gólfið til hvíldar.
Símon, Karitas, Ingibjörg, Ævar, Kristján, Asgerður,
Gugga, Hulda, (neðar: ) Gauja og Birna.
Þá erum við komin! Hér er hópurinn kominn á bar í miðbæ Brisbane. Það gekk á ýmsu. Fyrst 2ja tíma seinkun hjá Flugleiðum ok, skiljanlegt. Þá 10 tíma bið í London, út í vél og allt í fína. Flogið í nærri 3 tíma en þá . . . flugvél snúið við, oh ekki aftur, eins og fyrir ári síðan. Ó, jú. Kona veik og ekki hægt að stoppa í Frankfurt svo farið aftur til London. Þetta þýðir 12 tíma seinkun. Allt í fína, allir jákvæðir, flugið gekk vel. þvílíkt róandi flugvöllur, bara 3ja tíma bið í næsta flug. Allir inn í vél, en . . út aftur flugstjóra líkaði ekki vélin svo við aftur inn í flutstöð og annað tékk. Hm, þetta er þó ekki flugrán segir Símon bara jákvætt. Önnur klst. seinkun. Svo sofið í vélinni og við lent í Brisbane um 8:30 að kvöldi í stað 6:30 að morgni. Rútan beið, greið leið í gegnum vegabréf og við á hótel um 9:30, gott hótel, STURTUR!
Svo út á lífið og sjáið! Okkur líður vel. Kæru vinir og vandamenn, endilega látið í ykkur heyra eða komið skilaboðum til okkar hérna megin.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Breytt 15.10.2008 kl. 12:54 | Facebook
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.