New York!

Dagurinn byrjaði með morgunmat, er það nokkuð nýtt? Óhemju stórir skammtar af pönnukökum, ommilettum og ýmsu fleiru. Við hjónin sjáum um blindu hjónin Irene og Tony alla morgna í morgunmat. Þægilegt þar sem þau eru í herbergi við hliðina á okkur. Eftir morgunmat er skipt um 'leikfélaga'. Ég fékk að leiða Ian í dag og Kristján leiddi Jane. 

Fyrst var farið í rútuferð um Manhattan, stoppað í Central Park, við styttu af Lísu í Undralandi. Auðvitað stoppað við byggingu þar sem John Lennon og Yoko Ono bjuggu. Á einum stað fundum við listaverk sem var eins og tré-fólk að dansa í kringum tré. Mjög sérstakt. Svo áfram í ferjuna yfir til Staten Island. Allt gekk vel og næst tókum við lest yfir til Empire State. Við fórum í hraðlest, sem ÓÓÓ, stoppaði ekki fyrr en á 42. stræti. Við ætluðum út á 33. stræti. Vingjarnlegur maður í lestinni benti okkur á að fara bara eina stöð til baka og enginn skaði skeður. Ian treysti ekki vel á ratvísi mína eftir þetta, en mér tókst að sannfæra hann með því að rata yfir í Empire State bygginguna, þar upp í topp. Ian bað mig um að taka myndir fyrir sig - hann er algjörlega blindur - svo ég var stöðugt með hans vél og mína á lofti. Gott að hafa blinda við arminn, við fengum sér meðferð við inngönguna í Empire State, flýtimeðferð. 

 Einn léttur á barnum áður en við komum á hótelið. Hittumst kl. 6:30 á 19. hæðinni! Smá uppákoma! Við hjónin höfðum keypt flöskur af Birki og Björk til að gefa í Þakkargjörðarveisluna, ferðin sem aldrei var farin, svo þessar flöskur opnuðum við á ganginum og gáfum smakk þeim sem eru í okkar hópi. 

Góður dagur að kvöldi kominn, kominn tími fyrir svefn. Spennandi dagur frámundan: sigling . .  afmæli . . .  Úlala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband