Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
17.10.2008 | 07:35
16. og 17.10.
16.10. Australian Zoo og Montville. Rignir i Montvill svo allir fengu ser regnhlif. Bilstjorinn sagdist hafa bokad rigningu af thvi hann aetti hlut i regnhlifaverksmidju. Allt of stutt stopp og svo yfir i dyragardinn. Thar skiptist folk i hopa, sumir foru a syningu med tigrisdyrum og filum, adrir a syningu med krokodilum og fuglum. Um kvoldid forum vid yfir a South Bank a kinverskan stad. Simon blekkti alla med ad nu skyldum vid laedast ut, lata sem ekkert vaeri og ekki borga. Tekid mjog alvarlega, en ad lokum komst upp um hann, hann hafdi borgad fyrir alla! Gott kvold sem endadi i spilavitinu.
17.10. Aetlunin var ad setja inn myndir, en nu erum vid a Fraser Island og thar er ekki haegt ad setja tolvu i samband inni a herbergi. Vid komum her um kl. 2 og engin sol, en fljotlega for ad skina sol. Dagurinn i dag for mest i ad slaka a i solinni, spjalla og dast ad frabaerri natturu. Her er otrulegt lif og nattura. I kvold er sjavarrettamaltid a hotelinu eftir ad vid munum horfa a solarlagid.
Thetta er stutt i dag tar sem erfitt er ad vera a netinu, eiginlega paradis stressmanns! Vonlaust ad hanga a netinu . . sjaumst a morgun.
15.10.2008 | 13:05
Ástralía 15.10.
Sumir vöknuðu snemma í dag, tímamunur eitthvað að gera vart við sig, en allir sváfu þó vel. Morgunmatur og svo var rútan okkar komin og við af stað út úr borginni. Ekið í um 1.5-2 tíma og þá komum við í O´Reilleys vínbúgarðinn í vínsmökkun. Flestir vildu smakka vínið, en múskatið var vinsælast og auðvitað þetta líka fína súkkulaði. Húfur! Nóg af þeim hérna og þar sem fletsir höfðu gleymt þessari nauðsyn þá fóru nokkrar á íslensk höfuð.
Þá var að athuga hvort breiðnefurinn sæist í litla læknum, en þetta ástralska dýr lét ekki sjá sig.
Næst er það Lamington þjóðgarðurinn. Ástralir eru framarlega í náttúruvernd og strax um 1879 var stofnaður þjóðgarður í landinu. Fjölskylda stofnaði garðinn á fyrri hluta 20. aldar og nú hefur ástralska ríkið tekið við viðhaldinu.
Við fórum í göngu í toppi trjánna, á hengibrú um 25-30 metra hæð. Tré, sem er holt að innan er við hengibrúna og flestir fóru inn í það. Svo voru það fuglarnir, sem eru vanir að fá mat úr höndum, Ingibjörg skipaði einum að skíta á hattinn hjá Stjána og viti menn! Fuglinn skildi skipun á íslensku . . .
Fugl settist á Birnu - sú eina sem ekki vildi hafa fugl á öxlunum. Úppps
11.10.2008 | 18:57
Ástralía
Nú er komið að því . . . Ástralía 2008
Ásgerður og Hulda settust á gólfið til hvíldar.
Símon, Karitas, Ingibjörg, Ævar, Kristján, Asgerður,
Gugga, Hulda, (neðar: ) Gauja og Birna.
Þá erum við komin! Hér er hópurinn kominn á bar í miðbæ Brisbane. Það gekk á ýmsu. Fyrst 2ja tíma seinkun hjá Flugleiðum ok, skiljanlegt. Þá 10 tíma bið í London, út í vél og allt í fína. Flogið í nærri 3 tíma en þá . . . flugvél snúið við, oh ekki aftur, eins og fyrir ári síðan. Ó, jú. Kona veik og ekki hægt að stoppa í Frankfurt svo farið aftur til London. Þetta þýðir 12 tíma seinkun. Allt í fína, allir jákvæðir, flugið gekk vel. þvílíkt róandi flugvöllur, bara 3ja tíma bið í næsta flug. Allir inn í vél, en . . út aftur flugstjóra líkaði ekki vélin svo við aftur inn í flutstöð og annað tékk. Hm, þetta er þó ekki flugrán segir Símon bara jákvætt. Önnur klst. seinkun. Svo sofið í vélinni og við lent í Brisbane um 8:30 að kvöldi í stað 6:30 að morgni. Rútan beið, greið leið í gegnum vegabréf og við á hótel um 9:30, gott hótel, STURTUR!
Svo út á lífið og sjáið! Okkur líður vel. Kæru vinir og vandamenn, endilega látið í ykkur heyra eða komið skilaboðum til okkar hérna megin.
Vinir og fjölskylda | Breytt 15.10.2008 kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar