Fatlað sundfólk

blesi.jpg

Mér hlotnaðist sá heiður að vera leiðsögumaður með fatlað sundfólk frá Úkraínu og Frakklandi sl. sunnudag.  Frá Ukraínu voru 22 manns, en frá Frakklandi voru 9. Fjórir í hópnum voru í hjólastólum, allt konur og ein þeirra hafði hlotið sín örkuml í sprengiárás IRA í London. Fötlun fólksins var af ýmsum toga, einn vantaði hálfa hendi, á annan vantaði vöðva í fæti, ein hafði hálfa handleggi og fingur þar út frá. Nokkur voru blind og ein blind ýtti hjólastól, en sú í hjólastólnum stýrði svo samvinnan var frábær. Liðsstjórar voru með báðum liðum og sú sem var liðsstjóri fyrir Úkraínu liðið túlkaði fyrir sitt fólk. Frakkarnir töldu sig allir skilja ensku það vel að ég gæti leiðsagt án þess að neitt þeirra túlkaði.

thingv.jpgÁ Þingvöllum er venjan að ganga niður Almannagjá. Ég var ekki viss um að hjólastólarnir kæmust klakklaust niður, en hópurinn var ekki í neinum vafa – auðvitað förum við öll, hjólastólar komast (næstum) allt með góðum vilja og smá aðstoð. Á leið yfir heiðina frá Þingvöllum til Laugarvatns er eitt fagurt tröll, eða reyndar bara hausinn. Á heiðinni var veghefill að laga veginn gamla, sem hefur verið ansi slæmur í a.m.k. 6 mánuði. Við bílstjórinn spurðum okkur hvort einhver kóngur væri nú væntanlegur austur . . .

Liðsstjóri Úkraínumannanna spurði mig hvort ég tryði á álfa og tröll. Er ekki yfirlæti af mannverum að halda að við séum ein hérna í þessum heimi? Að ekkert sé hulið sjónum okkar? Ef við göngum um landið eins og við séum þau einu, sem hér búum og að við þurfum ekki að taka tillit til eins eða neins – hvernig förum við þá með náttúruna? Ef við látum sem hólar, klettar og fjöll hafi íbúa þá þurfum við að umgangast náttúruna af virðingu. Seinna í ferðinni sagði liðsstjórinn við mig: ‘þið eigið ótrúlega mikið af náttúru’. Úkraína er tæplega sex sinnum stærra en Ísland og þar búa um eða yfir 50 milljónir. Flestir tala rússnesku, sagði liðsstjórinn mér.

Þennan dag var svo fagurt til fjalla þótt kalt væri. Útsýn í allar áttir og Langjökull blasti við okkur, hvítur og hreinn á að líta. Gott að hafa svona veður, kalt og stillt. Það þýðir að allir fara eftir tímasetningum leiðsögumannsins. Og enn er það Gullfoss sem þykir áhrifameiri en Geysir. Við litum aðeins inn að Faxa. Ég var búin að lofa sjálfri mér að skrifa niður orðið fax á öllum tungumálum, sem ég kemst í tæri við. Mig vantar enn nokkuð mörg orð yfir fax. faxi_927483.jpg

Á leið frá Hveragerði til Reykjavíkur var allt liðið hálfsofandi. Var ég svona hræðilega leiðinleg? Ah, þau höfðu víst verið í lokahófi kvöldið áður til kl. 2 um nóttina.

Frakkarnir spurðu á miðri leið hvenær við kæmum í sundið. Sund? Já, þetta bláa. Þetta er ekki Bláa Lóns-túr. Æ, þau misskildu auglýsinguna, héldu þau væru að fara í Bláa Lónið. Vonandi komust þau í Bláa Lónið um eftirmiðdaginn. Við vorum komin það snemma í bæinn aftur að það var möguleiki að fara líka í þetta bláa vatn. Góður dagur með gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband