30.10.2008 | 09:50
Heimferð frá Singapore/Ástralíu
Það stóðst að við vorum sótt á hótelið í Singapore, en bílstjórinn hafði afskaplega gaman af að láta bílinn lötra um götur borgarinnar, kom 15 mín. of seint til okkar og átti þá eftir nokkur önnur hótel. Loks komst hann á aðalveginn, en enn lötraði hann í rólegheitum, meira að segja vespur borgarinnar þutu framhjá á góðum hraða og hurfu. Allir í bílnum nokkuð trekktir yfir hægagangi þar sem flugið var kl. 9 og við rétt komumst inn á völl rúmlega 8. Gekk vel að tékka sig inn og svo bara fara beint í hlið þar sem enginn tími vannst til að kaupa eða skoða. Flugið á réttum tíma og tók bara 12 tíma og 25 mín. að komast til London. Afskaplega þægilegt flug þar sem vélin var hálf tóm og við gátum lagt okkur í sætin í kring. Eftir góða máltíð pöntuðum við Singapore sling, sérdrykk þeirra í ljónaborginni, skáluðum og flugfreyjurnar tóku þátt í þessu með myndatöku og svo var sussað á okkur þegar hláturinn varð of hávær. Þá fórum við bara aftur að sofa - 5 tímar eftir enn.
Lent í London án vandkvæða, 3ja tíma bið áður en bókað var inn í Flugleiðavélina, önnur bið og aftur var flugið okkar á réttum tíma. Þægileg ferð heim og lending rétt eftir miðnætti.
Í morgun vaknaði ég í rúminu mínu! Þurfti aðeins að hugsa mig um í hvaða borg ég væri núna, en mundi svo að þetta er Ísland og sólin að koma upp. Vonandi verður önnur ferð til Oz að ári, en það kemur víst bara í ljós - október 2009.
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.