27.10.2008 | 13:57
Singapore
Vaknað snemma, morgunmatur kl. 6 að morgni - hverjum dettur í hug að Íslendingar vakni það snemma til að fara í morgunmat???
Allan á réttum tíma að sækja okkur á hótel og kom okkur út á flugvöll þrátt fyrir verulega umferð. Fluginu hafði verið flýtt um 45 mín. Þurftum að fara hratt í gegnum fríhöfnina til að ná á réttum tíma. Bara 7 tíma flug yfir til Singapore - reyndar náði það sjö og hálfum tíma í allt. Rigning í Singpore þegar við lentum, en þvílík litadýrð! Borgin bókstaflega blómstrar öll, alls staðar útsprungin blóm. Komum á hótel um kl. 4:30 að degi til, Singpore er 2 tímum á eftir Brisbane, 8 tímum á undan Íslandi. Fín þjónusta við að koma okkur á hótel. Kvöldmatur á hótelinu, hlaðborð og allt mjög gott. Nokkrir með flugþreytu, en vonandi verður það komið í lag á morgun þegar við förum í útsýnisferð um borgina.
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.