24.10.2008 | 08:26
21-23. okt í Ástralíu
21. 10.
Eftir morgunmat fóru allir í göngu hringinn í kringum eyna, sem er aðeins um 800 x 300 metrar. För eftir risaskjaldbökur á ströndinni. Þær eru að byrja að finna sér hreiðurstað og okkur var sagt að sú fyrsta hefði verpt núna.
Fimm fóruí sjóstangaveiði, Símon, Karitas, Ævar, Ingibjörg og Kristján og veiddu bara þó nokkuð. Boðið upp á að þetta verði eldað í hádeginu daginn eftir. Aðrir voru bara í leti við sundlaugina, lestur og afslöppun. Enginn vildi viðurkenna að neitt bitastætt væri í búðinni, en svo var einn og einn gripinn við að kaupa þar buxur, bolur, kex . . . hm, ræðum það ekki frekar.
Allir saman í kvöldmatnum, mikið hlegið og brandarar fuku. Hópurinn hefur náð vel saman og hittist fyrir mat hvert kvöld.
22.10.
Þá er að fara í glerbátinn í neðansjávarferð um kóralinn. Litadýrðin er einstök, risaskjaldbökur, hákarlar, hrökkskötur, Nemo fiskurinn í torfum. Þarna eru fjöll af kóröllum í öllum litum.
Svo hádegismatur þar sem fiskarnir frá veiðimönnunum okkar voru matreiddir sérstaklega. Nema hvað . . kom á óvart hversu vel fiskarnir brögðuðust.
Í eftirmiðdaginn gengum við yfir í Hákarlavíkina. Þar eru litlir rifhákarlar og hárkarlar sem kallast lemon hákarlar, risaskjaldbökurnar syndandi rétt við ströndina, skötur í tugatali. Ein var svo vinsamleg að grafa sig niður í sandinn rétt fyrir okkar augum. Hreint ótrúleg sýn og erfitt að slíta sig frá þessu. Einhverjar frúr fóru í nudd, aðrar bara í sturtu á meðan karlar þeirra fór í billjard. Tíminn líður allt of hratt í þessari stærstu paradís, þótt eyjan sé svona lítil.
23.10.2008
Ganga um í rifinu eftir morgunmat. Fín skómynd tekin áður en gangan hófst. Leiðsögn skemmtileg og svo ótrúlega margt að sjá. Dýralífið er fjölbreytilegt og litríkt. Sjórinn þó dálítið kaldur svona snemma morguns og nú var að bíða eftir ferjunni, sem kom á réttum tíma. Sléttur sjór til baka og þar beið Allan, bílstjórinn okkar. Ekið í átt að Brisbane, en í þetta sinn vildum við bara fá okkur pizzur í matinn, engar krabbasamlokur þótt Birna og Gauja ættu að ganga fyrir með samlokur núna. Fengu ekki síðast. Hulda og Ásgerður sáu um pizzu kaupin og svo keyptu þær nammi fyrir afganginn. Afskaplega löng leið til Noosa og komið myrkur áður en við komumst alla leið. Hér verður dimmt á 15 mínútum. Gott að komast á gott hótel og allir fegnir að fá þægileg herbergi. Við verðum víst bara að skoða bæinn að morgni.
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.