9.10.2014 | 05:51
Ástralía 2014
Við tökum Ástralíu eins og fyrstu hvítu landnemarnir gerðu, byrjum í Sydney og förum svo í norður yfir til Brisbane. Fengum mjög góða þjónustu hjá John, bílstjóranum okkar í Sydney. Flogið með Malaysian Air.
Og svo er það auðvitað að flestir sem koma til Ástralíu vilja sjá Sydney, segjast jafnvel hafa séð Ástralíu ef það hefur komið til Sydney. Túristar sem voru með mér í túr nýlega segist oft hafa talað við fólk sem segir: 'ég kom til Ástralíu', en hafði þá bara komið til Sydney.
Við lentum snemma að morgni, fórum yfir á hótelið, en engin herbergi voru tilbúin svona snemma svo við létum geyma farangurinn á meðan við litum örlítið um borgina. Frábært veður. Um kl. 11 voru herbergin tilbúin, allir inn í sturtu og svo hittumst við til að skoða Darling Harbour svæðið. Út að borða saman um kvöldið, en flestir þreyttir svo best að komast í gott rúm, spennandi dagur framundan.
John sótti okkur á hótel um kl. 9:30. Hann ók okkur um Sydney, sýndi hin ýmsu hverfi, stopp á góðum útsýnisplönum og enduðum á Bondi ströndinni. Staður sem kemur oftast í fréttum á jólum og nýári þegar fréttir eru um jól um víða veröld. Árlega heyrist í fréttum að Ástralir hafi notað fríið um jólin á þessari strönd.
Og nú er kominn 6. október! John sótti okkur á hótelið kl. 8:30 af því í dag kíkjum við á fiskmarkað áður en haldið er upp í Bláfjöllin þeirra hér á suðurhvelinu. Maður fær vatn í munninn við að sjá alla þessa sjávarrétti!
Bláfjöllin eru einstaklega fallegur staður, óspillt náttúra, gróður um allt og svo þær systur þrjár, þrír klettadrangar sem standa upp úr láglendinu í kring. Hér væri gaman að verja heilum degi! Heillandi svæði.
John setti okkur út við dyrnar á Óperuhúsinu. Fallegt svæði og veðrið svo gott. Kvöldmaturinn í þetta sinn var ástralskar pæjur úti á götu.
Þá er komið að Brisbane. Flugum yfir með Qantas. Bílstjórinn okkar hér er Peter. Hann beið a flugvellinum og fór lengri, fallegri leið á hótelið með okkur.
Skoðuðum göngugötuna í Brisbane og suðurbakkann þar sem stórt 'parísarhjól' gnæfir yfir.
Um kvöldið fór hópurinn á Víetnamskan stað, pöntuðum nokkra rétti og deildum öllum réttum.
Svo er komið að fallegu eyjunni Fraser, nefnd eftir skoskri konu sem skolaði hér á land og varð að búa með frumbyggjum einhvern tíma áður en henni var komið í hendur Breta aftur.
Þessi eyja er algjör perla. Af öllum stöðum ólöstuðum þá er þetta með fallegri perlum heims sem ég hef heimsótt. Eiginlega eru ekki til orð til að lýsa þessum stað eða hótelinu hér.
Reyndar var okkar annar dagur hér ekki alveg eins og átti að vera, einhver missskilningur með bókun í dagsferð um eynna. Ojæja, við förum þa bara á morgun.
Get ekki skilið að nú sé kominn 9. okt. Virkilega?
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.