Sigling

Norwegian Breakaway, stærðar skip með 4000 farþega. Þar af í þessari ferð eru 165 börn. Við fengum upplýsingar um að í síðustu ferð fyrir viku síðan hefðu verið 1600 börn um borð í skipinu, væntanlega með fjölskyldum sínum.

Hópurinn frá Traveleyes er sóttur á hótel að morgni 1. des. og okkur ekið á höfnina þar sem fjöldinn allur af fólki bíður í biðröð til að komast í gegnum öryggiseftirlitið. Mikið skelfing er gott að ferðast með blindum, við fáum flýtimeðferð í gegnum allt eftirlit. Við hjónin enn með hjónin Irene og Tony til að leiðbeina. Það tók um 2 klst að komast um borð í skipið, langar biðraðir alls staðar. Sennilega tekur það venjulegan farþega um 4 klst. Komumst inn á herbergin okkar, gátum skipt um föt þar sem við höfðum sett auka föt í handfarangur. Aðal farangur kom ekki inn á herbergin fyrr en töluvert seinna. 

Kvöldmatur kl 6 fyrir Traveleye hópinn. Allir eru staðráðnir í að skemmta sér vel, eins og Breta er siður. Þegar eftirrétturinn var borinn fram kom þjónninn með kökusneið skreytta súkkulaði og á stóð Happy birthday Guga!!! Ojæja, eitt G til eða frá breytir engu, verra var að skipafélagið sendi mínum betri helmingi afmæliskortið mitt! Ehemm, einhver ruglingur á ferð. 

Flestir voru þreyttir eftir dag í biðröðum svo farið var inn að leggja sig fljótlega eftir langt borðhald. Dagur á sjó framundan.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband