Færsluflokkur: Dægurmál
21.4.2014 | 15:22
Tindur hinn týndi
Ég tók að mér að gæta hans Tinds. Tindur er labrador hundur, rúmlega fimm ára. Kolsvartur. Honum leið strax vel hjá okkur hjónakornunum, gamla settinu. Tók að vísu eiginmanninum eins og húsbónda um leið, ég sem sagt tók að mér að passa svo auðvitað átti ég að vera í húsbóndahlutverkinu, fannst mér.
Eitt kvöldið kom Sigga vinkona í heimsókn. Seinna sama kvöld komu svo bróðir og mágkona mín frá Svíþjóð, ætluðu að gista nokkrar nætur. Við fengum okkur eitthvað gleðibætandi í glösin okkar og spjölluðum, hlógum mikið, verulega gaman. Tindur skottaðist í kringum okkur, svo vildi hann fara út. Ég hleypti honum út að gera einhverjar þarfir, inn aftur og meira spjall við gestina. Það fór að rökkva og ég kveikti á kertum, bannaði mínum betri helmingi að kveikja rafljósin, kerti eru jú alveg nóg.
Um klukkutíma síðar fór ég að undrast um hvar Tindur gæti haldið sig. Stóð upp og athugaði í búrið hans, enginn Tindur þar. Ekki heldur í forstofunni. Hvar er hundurinn? Ha, hleyptir þú honum ekki inn aftur þarna áðan þegar þú settir hann út? Spyr min betri helmingur. Jú! Fór samt að efast smá. Leitaði betur og þau hin stóðu upp til að hjálpa til við leitina. Kölluðum á hann, en hann svaraði ekki. Ekki fyrr en eftir nokkrar langar mínútur stóð Tindur upp af svörtu flísalögðu gólfinu, hafði lagt sig úti í horni og var svo samlitur gólfinu að hann sást ekki, steinsofandi og heyrði ekki í neinum. Nú höfum við endurskírt hundinn: Týndur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðbjörg Bragadóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar