Kvöld í Ástralíu o.fl.

Jæja gott fólk, nú loks erum við komin í netsamband og  samband við umheiminn.

Að kvöldi 19. gistum við á fremur góðu hóteli, Rydges og maturinn var góður. Ekki mikið um að vera í bænum, um 20.000 manns búa þar og flest snýst um túrisma og útflutning. Mjög stór útflutningshöfn í bænum.

Hin fjögur frænku (Símon, Kaja, Ævar og Ingibjörg) fundu gangandi tré, uppvafið og reyndu að herma eftir trénu. Hermikr hermteft.

Hinn 20. okt. – Nú á Gabríel Ingi afmæli í dag, litli dóttursonur minn orðinn 3ja ára – til hamingju með það ‘stóri’ strákur. Við hinum megin á hnettinum í Oz eins og Ástralir kalla stundum landið sitt í gríni, þurftum enn að pakka niður í töskur. Búðir opnuðu 8:30 og einhverjir náðu að komast í fatakaup með meiru. Ég varð að kaupa einn bol, bara af því ég hafði keypt bol hér í fyrra í sömu búð. Árlegur viðburður.

Þá var skutlan tilbúin að fara með hópinn niður að höfn – nú hélduð þið að ég væri að tala um einhvern í hópnum he, he – skutlan þurfti að fara tvær ferðir með 10 manna hóp. Gekk fínt og við innrituð í ferjuna, smá bið og ferjan lagði af stað fyrr en áætlun sagði til um.  Ekki mjög gott í sjóinn, en Íslendingar eru svoddan hraustmenni – allir nema fararstjórinn sem ældi tvisvar. Fæ líka að heyra það frá hinum! Svo sofnaði fararstjórinn í ferjunni  líka – alveg eins og í fyrri ferjunni til Fraser og alltaf myndað. Úff, þetta er bara svo erfiður hópur að fararstjórinn notar hvert tækifæri til að sofna.

Komið út í eyju, Paradís! Fyrst úfinn dökkblár sjór, svo komum við inn í þennan líka græna ljúfa sjó með öllum sínum kóröllum. Skötur syndandi allt í kring, litskrúðugir fiskar og svo litskrúðugt mannlíf svamlandi um sjóinn.

Við fórum öll í göngu með leiðsögumanni á staðnum og fengum alls konar upplýsingar. Í eynni eru núna 70.000 fuglar, sem eru nákvæm andstæða kríunnar okkar. Þetta er kríutegund, svört oa skrokkinn með hvítan haus og lifir í trjánum. Þessi kríusystir kinkar kolli og er því nefnd noddy-tern sem þýðir kinkandi kolli kría. Hún verpir einu eggi og er í hreiðurgerð núna þannig að karlinn er mjög upptekinn að geðjast konunni. Hér eru líka fuglar sem kallaðir eru Egert, hvítir og gráir. Þeir eru komnir með unga og bíða spenntir eftir að krían fái egg í hreiðrið til að geta stolið því, eingöngu til að éta. Þegar sól sest koma af hafi 30.000 fuglar til að sofa hér um nóttina þannig að íbúafjöldi þessar litlu eyjar er mörg hundruð þúsund.

kriusystir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var orðin hrædd um að þið hefðuð týnst í óbyggðum Ástralíu. Kveðjur frá Íslandi. Ingunn

Ingunn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband