19.10. Ástralía

19.10.

Nú yfirgefum við Paradís, Fraser eyju. Sól, en svo dró fyrir – sennilega  bara af því við erum á förum. Aðeins 30 mín. sigling yfir í Hervey Bay í góðum sjó. Rútan beið eftir okkur, Allan bílstjórinn okkar í dag gefur miklar upplýsingar. Hann vildi að við reyndum krabbasamlokur í Gin Gin, litlum bæ á leiðinni. Getur verið að sá sem gaf bænum nafn hafi stamað? Nei, Gin er nafn yfir frumbyggjakonur og líklega hafa sést hérna tvær konur þegar bænum var gefið nafn. Við of mörg fyrir samlokur þannig að aðeins helmingur hópsins fékk að smakka. Áfram haldið til Glaðheima (Gladstone), allir glaðir þegar þangað var komið. Enginn bjór drukkinn allan daginn svo það var kominn tími á okkur þegar komið var á hótel. Hótelið gott og nú fara allir saman út að borða. Sumir orðnir ruglaðir eftir að horfa á tré, tré, tré eftir þjóðveginum. Guðný  og Birna tala um hversu  mikil eftirsjá er eftir Fraser, þessari ótrúlegu Paradís. Reyndar segja allir í hópnum að þessari Paradís þurfi að gefa meiri tíma.  Guðný komst í góðan ham, varð  barnið í ferðinni og fór í sandkastalabyggingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað þetta er æðislegt hjá ykkur!! Dauðöfunda ykkur af veðrinu - það er allt of mikið haust hérna heima!

kv. Birna María

Birna María (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:17

2 identicon

Flott að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur. HÉR ER KOMINN VETUR! Börnin ofboðslega glöð en það þyngdist brúnin á mörgum fullorðnum þegar þurfti að skafa og alltof margir með sumardekk ennþá. Og það á ekkert að verða lát á snjókomu og vetri á næstunni. Allt gott að frétta af fjölskyldunni, allir í góðum gír þrátt fyrir ömurlegt ástand í þjóðfélaginu. Rúmlega 30 manns sagt upp hjá EJS í gær. SEABEAR sló algerlega í gegn á Airwaves og örugglega ekki langt í heimsfrægð. Vona að þú hafir munað að kaupa disk fyrir ástralíubúana :)

Kveðja frá okkur öllum í Klausturhvammi...............Inga og Brynhildur María.

Inga og Brynhildur María (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband