25. okt Ástralía

Þá er að segja bless við Noosa, þessi afskaplega skemmtilegi litli bær við ströndina. Bílstjórinn hringdi, eitthvað hafði farið úrskeiðis þannig að hann komst ekki á réttum tíma að sækja okkur, bað okkur að taka leigubíl yfir á Eumundi markaðinn og hann myndi sækja okkur þangað. Ekkert mál, við ætluðum hvort eð er að fara á markaðinn. Þetta er þekktasti markaður í Queensland, ráfuðum um og eitthvað var nú keypt . . . svo kom Allan og sótti okkur. Hótelið hafði týnt lyklinum að herberginu með farangri okkar, þurfti að fá inn lyklasmið áður en bílstjórinn náði töskunum okkar út. Þetta gaf okkur örlítið lengri tíma á bar í eldgömlu hóteli, bygging í gömlum Queensland stíl.

Hótelið okkar í Brisbane tilbúið með lyklana okkar og svo farið  í búðaráp. Allir fremur þreyttir og snemma í háttinn.

Brisbane

26. vaknað snemma. Nú á að nota vel síðasta daginn í borginni. Strætó og borgarkötturinn í dag - það þýðir að við fórum í borgarferð, fyrst með langferðabíl og svo með borgarkettinum, sem er strætó á ánni. City-cat siglir milli staða eins og strætó í Reykjavík, hægt að fara af þegar hentar og taka næsta kött til á annan stað. South Bank er fallegt svæði þar sem fólk kemur með matinn sinn, grillar, fer í sund og nýtur sólar og fjölskyldulífs utan dyra. Við sáum nokkrar fjölskyldur halda upp á afmæli, bæði barna sinna og foreldra. Þá haldið í hof byggt í tilefni af Expo ´88, búddahof. Þar næst fórum vð af bátnum í New Farm Park til að skoða tréð sem gengur. Fyrir ári hafði tréð gengið að hálfu yfir bekk í garðinum, nú var sá bekkur horfinn með öllu í rætur trésins. Þarna er hægt að týna sér í rótum trjáa.

Kötturinn tekinn til baka yfir í miðbæinn og síðasta kvöldið í Brisbane haldið hátíðlegt. Út að borða og eins og einhver sagði: 'þetta var besta máltíðin í allri ferðinni' - sú setning hefur hljómað á hverju kvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband