Draumaferð

Ástralía! Þessi heimsálfa þarna hinum megin á hnettinum –  það væri gaman að koma þarna svona einu sinni á ævinni.

öll

 

Þegar ég fór í fyrsta sinn yfir hnöttinn hugsaði ég að þetta gerði ég einu sinni á ævinni, en heillaðist svo af þessu stóra landi að eftir nokkrar ferðir fer ég nú árlega. Móður mína langaði aftur til Ástralíu, halda þar upp á 80 ára afmæli sitt með börnum og tengdabörnum og slógum við til þeir sem komust, 5 manns, hittum þar bróður okkar og hans fólk, alls 9 manns saman á ferðalagi í 2 vikur. Mamma furðu hress eftir ferðina.

Fyrsti dagurinn fór í að jafna sig á tímamun og heilsa góðum vinum. Daginn eftir fórum við inn í borgina og keyptum skó til að geta gengið um kóralinn.

Nú byrjaði reglulegt ævintýri. Við lögðum af stað í norður frá borginni, 3ja tíma akstur áður en komið var í ferju. Sólin var heit svo nú var tækifæri til að 'hatta sig upp'. Sigling út í Fraser tók 45 mín. og þá sáum við fyrstu Paradísina. Þegar siglt er að eynni sjást engin hús, bara tré. Þegar komið er í land sjást hús, fallegt hótel og tilheyrandi aðstaða í skjóli milli trjánna. Eyjan er stærsti sandskafl í heimi, þó klædd gróðri frá hæstu hæðum að strönd. Á ströndinni sjást furðuleg mynstur, krabbaför var okkur sagt. Spor á sandinum voru eftir Dingohunda, sem þó láta ekki sjá sig fyrr en eftir myrkur. Til að upplifa glæsilegt, tindrandi sólsetrið ganga gestir niður á bryggju og setjast þar með góðan drykk. Fraser er þjóðgarður á heimsminjaskrá.

Landverðir bjóða upp á fyrirlestra um lífríkið og frumbyggjana. Þá er hægt að fara í vínsmökkun á hótelinu eða kvöldgöngu til að skoða dýrin, sem flest koma úr fylgsnum sínum þegar dimma tekur. Um morguninn fórum við í skoðunarferð með 4x4 trukkum, því enginn venjulegur fólksbíll getur keyrt í mjúkum sandinum. Við Frónbúarnir upplifðum göngu í regnskógi, sund í tæru vatni, róa kanó eftir á sem var umvafin þéttum gróðri.

systur

Eftir 2 nætur á friðsælum sandskaflinum var haldið í norður í næstu Paradís, þó ekki síðri en sú fyrri. Svona hlýtur Himnaríki að vera! Tvo tíma tekur að sigla út í þessa litlu eyju, sem er 300x800m. Ferjan var hið besta lúxusfley. Hálftíma fyrir komu að bryggju kom starfsfólk ferjunnar með kampavín fyrir allan hópinn, skál fyrir eynni og fríinu! Eyjan er syðst í hinu töfrandi kóralrifi sem er á heimsminjaskrá. Munur á flóði og fjöru er um 2m. Hægt er að ganga út í kóralinn á fjöru og skoða stórkostlega litadýrð eða synda í hlýjum sjónum innan um kóralla og skrautlega fiska. Sumir leigðu sér köfunarbúnað, kennsla fór fram í sundlauginni. Þá hélt hver með sinn leigða búning niður í sjó, Hákarlavíkin var vinsælust. Litlir kóralhákarlar syntu við ströndina og notuðu sumir tækifærið til að halda í bakuggann og láta þá synda með sig. Á eynni er margs konar afþreying, sjóstangaveiði, gönguferðir með leiðsögn, sjóferð í glerbytnu. Auðvitað er líka hægt að slaka á og njóta sólar við sundlaugina. Versta við svona ferðir er að þær taka endi.

Við héldum af stað og nú aftur til Brisbane. Þetta er stórskemmtileg borg, margir góðir veitingastaðir, spilavíti, búðir og göngugötur, líf og fjör. Sigling á fljótinu er frábær, að sjá borgina frá öðru sjónarhorni geta farið af á ýmsum stöðum og litið inn í fjölmarga garða, m.a. einn með gangandi tré, sem hefur gengið yfir leikgrind og bekk. Nú klifra börnin í leikgrindinni og upp í tréð gangandi.

Margir þjóðgarðar eru í kringum þessa skemmtilegu borg og var ferðinni heitið í einn. Lamington þjóðgarðurinn er í fjöllunum og við fórum óvenjulega leið þangað. Ekki af ásettu ráði heldur með hjálp netsins. Það tók okkur langtum lengri tíma að komast í þjóðgarðinn heldur en ef við hefðum farið hefðbundna leið eftir þjóðveginum. Í staðinn upplifðum við að vera einu ferðalangarnir á vegunum og fengum illt auga frá nautunum sem við stugguðum frá til að komast leiðar okkar. Kyrrðin var einstök, verra þegar við komum inn í þjóðgarðinn sjálfan, á móti okkur kom rúta full af túristum á einbreiðum veginum. Allt fór þó vel og inn í garðinn komumst við. Ég hafði aldrei séð tré holt að innan, hélt það væri bara til í teiknimyndum! Mig hefur oft langað að ganga á hengibrú hátt í trjátoppunum, ganga um í regnskógi eða gefa páfagaukum í tugatali að éta úr lófanum, hér rættist þetta allt. Svo fórum við á vínbúgarð í nágrenninu, smökkuðum á nokkrum tegundum víns og stóðumst ekki mátið, allir fóru a.m.k. með eina flösku út.

Enn áttum við eftir að skoða Australian Zoo, heimili hins þekkta Crocodile Hunter. Þarna þarf að hafa góðan tíma því boðið er upp á sýningar þar sem krókódílum og tígrisdýrum er gefið, fílar, risaskjaldbökur, slöngur, kengúrur og dingohundar. Einn stað enn verð ég að nefna, galleríbærinn Montville. Íbúarnir eiga sínar litlu búðir: úrabúð, leðurbúð, dúkkubúð, málverk, kristall . . . .

Enn og aftur er ferðinni heitið til Ástralíu. Í þetta sinn mun ég sýna nokkrum Íslendingum þessa yndislegu staði, ferðin verður í október á þessu ári. Ferðalýsingu má sjá á www.kgbtours.is/astralia08.html eða hafið samband við Guðbjörgu í síma 899-1295 – þegar nær dregur höldum við kynningarkvöld, förum yfir ýmis atriði og skoðum myndir.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband