Eyjafjallajökull - afleiðing

Er enn verið að tala um Eyjafjallajökul og gosið? Ójá. Sumir koma til Íslands í dag til að sjá hvar þetta gos var. 

En byrjum nú á byrjuninni. Ung kona býr í Montreal og ungur maður í London. Þau tala saman í síma vegna vinnu sinnar, þurfa oft að senda tölvupóst á milli og hafa unnið svona í nokkur ár. Í apríl 2010 fór hún í frí til Thailands og hann í frí til Kanada. Hún var komin til London á leið heim þegar gosið í Eyjafjallajökli hófst og var strandaglópur þar. Hann var strandaglópur í Kanada af sömu ástæðum. Þau höfðu samband vegna vinnunnar, úr varð að hann lánaði henni íbúðina sína í London á meðan ekki var flogið yfir til Kanada og hún lánaði honum sína íbúð i Montreal. En, hann komst í flug yfir til London fyrr en hún komst í flug til Kanad svo þau hittust. Þar með kviknaði neisti, sem varð að hjónabandi. Hún flutti til London og nú vinna þau saman. Þau hanna bókakápur, logo og sýningaskrár ásamt ýmsu fleiru og hafa nóg að gera. Eftir mjög mikla vinnu í febrúar ákváðu þau að taka sér smá frí. Hvernig væri nú að sjá þennan Eyjafjallajökul sem var upphafið að því að þau hittust? Góð hugmynd!

Þau höfðu samband og athuguðu hvort ég gæti farið með þau í tveggja daga ferð í Jökulsárlón. Svo vildu þau sjá Norðurljósin. Ekki alltaf hægt, en það er möguleiki þessa daga, sem þau völdu fyrir ferðina. Ég hitti þau svo á hótelinu að morgni sunnudags, sól, kalt og dálítið hvasst hér og þar. Sérstaklega undir Eyjafjöllunum og Lómagnúpi. Það var alls ekki svo hvasst á Jökulsárlóni og nokkrir selir syntu innan um jakana. Ég átti von á að Lónið væri frosið, en svo var ekki. 

Við gistum í Freysnesi. Alltaf gott að koma þar. Góður kvöldmatur. Það var töluvert af gestum á hótelilnu, einn frá Bandaríkjunum með lítinn hóp sagði mér að hann væri að koma í fjórða sinn með fólk með sér. Hann kemur aðallega til að sjá Norðurljósin. Þau verða nú fín í kvöld, sagði ég. Já, svaraði hann, þau eru fín! Þau eru byrjuð! og klukkan var aðeins að verða níu. Ég fór að sjálfsögðu út til að sannreyna orð mannsins og þarna voru þessi yndislega fallegu Norðurljós. Verst að eiga ekki myndavél, sem nær þessu fyrirbæri vel. Ég sótti mitt fólk og benti þeim á dýrðina úti. Nú var draumur þeirra fullkomnaður, sáu Eyfjafjallajökul í allri sinni dýrð fyrr um daginn og núna Norðurljósin. Svo fór ég inn í herbergi að lesa og sofa.

Daginn eftir, mánudagur og veður enn fallegt. Ekki eitt ský á himni. Ég spurði hversu lengi þau hefðu verið að njóta Ljósanna. Jú, sjáðu til, var svarið. Hún fór inn á herbergi, sótti teppi, sem hún hafði meðferðis og kampavín. Teppið settu þau á lítinn hól rétt hjá hótelinu, settust þar og fengu sér kampavín. Þarna sátu þau í þrjá klukkutíma og upplifunin var gríðarleg. Þau lýstu hvernig Norðurljósin hefðu runnið hratt yfir himininn, allt í einu kom eins og hringiða og ljósin svifu framhjá, græn og gul. Ferðin til baka til Reykjavíkur var jafnvel enn betri en daginn áður þar sem ekki var eins mikill vindur og sandfokið því ekki að byrgja sýn.

Eve heitir konan og býr í Adamsstræti. Hún sagðist aldrei panta pizzu undir réttu nafni þar sem enginn trúir henni ef hún gefur upp rétt nafn, Eva í götu Adams! Hlýtur að vera grín. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Skemmtileg saga og hugljúf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.3.2013 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband