Mexikanar

Þá er komið að því að þjónusta Mexikana. Ég hef einu sinni áður fengið fólk frá Mexikó í gegnum ferðaskrifstofu þar, sem ég hef verið í sambandi við. Þetta voru hjón, ríkt fólk sem þoldi ekki rigningu og fóru sama dag og þau komu til landsins þótt þau þyrftu að borga svítuna á Sögu í tvær nætur. Hef ekki heyrt frá þeim aftur!

Nú er eitthvað annað, fjórar konur og einn karl sem eru í skemmtireisu um norðanverðan hnöttinn. Þau eru búin að skoða suðurskautið og nú koma þau í gegnum Frankfurt til Íslands. Þau sótt á flugvöllinn í Keflavík og ekið með þau yfir á Reykjavíkurflugvöll þar sem þau tóku vélina yfir til Akureyrar. Auðun leigubílstjóri þar tók á móti þeim og daginn eftir fóru þau með honum til Mývatns. Þau voru algjörlega heilluð af norðurlandinu. Flugu svo daginn þar á eftir suður til Reykjavíkur aftur og ég tók á móti þeim, ók þeim á hótel í Reykjavík. Þau vildu skoða Reykjavík í ró og næði, ekkert Bláa Lón þótt til boða stæði. Gott mál, það var hvort eð er skítkalt í lóninu þann daginn og allt yfirfullt af fólki.

Daginn eftir sótti ég þau á hótel og við fórum Gullhring. Á Þingvöllum var hreinlega hellt yfir okkur úr fötu og við komum eins og hundar af sundi inn í bílinn aftur. Ég held að hundurinn minn sé yfirleitt ekki blautari en þetta þegar hann er búinn að synda í Hvaleyrarvatninu. En . . . þau voru samt til í að ganga og vera úti, spurðu mikið og við áttum skemmtilega göngu saman niður Almannagjá. Yfir á Laugarvatn, en þar rigndi enn svo við héldum áfram yfir á Gullfoss. Kjötsúpan fyrst og svo skoðuðum  við fossinn sjálfan og nú hætti að rigna. Jökullinn sýndi sig smá stund svo hægt var að dáðst að dýrðinni. Svo Geysir og Strokkur þeyttist í loft upp nokkrum sinnum, Geysir sjálfur lét ekki á sér kræla. Ég er svo sem búin að sjá hann gjósa einu sinni í sumar og reyndar einu sinni í vetur líka svo ég er ánægð. Þá er það Faxi minn fallegi og Skálholt. Iðavellir í Hveragerði var með rólegra móti. Aftur til Reykjavíkur og þetta frábæra fólk átti svo flug eldsnemma daginn eftir. Þá var ferðinni heitið til Noregs, Svalbarða og svo norðurpóllinn með National Geographic hópi. Þau sögðust eiga fatnaðinn í svona ferð, ekki undra þótt þau kvörtuðu ekki undan kulda í Gullhring. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband