Hollendingar í stuði

4917_1104631810005_1053039075_30285008_2131686_n.jpgSnemma í vor hafði kona frá Hollandi samband og vildi athuga með ferðir fyrir sig og enhverja fleiri. Sagðist vera með hóp af vinum, svona 16 manns. Endanleg tala hópsins varð 25. Þar sem undirrituð hefur ekki vit á íþróttum þá kom aldrei upp í hugann að hópurinn væri tengdur fótbolta. Í síðasta tölvupósti frá Desirée lét hún mig vita að um fótbolta 'fan'klúbb væri að ræða frá Margraten í Hollandi, en sagði ennfremur að ég þyrfti ekki að óttast að þau yrðu með læti. Ég sagði henni að koma endilega með fána frá liðinu til að skreyta bílinn. Mikil stemning var í hópnum þegar ég og bílstjóri sóttum hópinn um miðnætti þ. 4. júní. Og svo var lagt af stað í Gullna Hringinn þ. 5. júní. Allir í hópnum í rauðgulum fötum! Afskaplega áberandi - reyndar í öllum stoppum sást fátt annað en rauðgulir Hollendingar!Margraten klúbburinn skreytti rútuna með fánum og borða með nafni liðsins MARGRATEN.

Allt gekk vel þar til við áttum 20 km eftir til Reykjavíkur! Þvílík fýla gaus upp. Við öll út úr rútunni því reykur var mikill út frá öðru afturhjólinu. Nú voru góð ráð dýr, hringt eftir hjálp en engar rútur fáanlegar - allar rútur á ferðinni með Hollendinga! Hringt á verkstæði - jú, haltu bara áfram, þetta lýsir sér eins og eitthvað í bremsunum og er sennilega í lagi. Það stóðst, allir keyrðir á hótel og allt í góðu lagi (næstum, nema hjartað í mér, sem var í hálsinum á þessu augnabliki), ekið beint inn á verkstæði. Gott að engin ferð var þ. 6. júní því þá var landsleikurinn Holland/Ísland (sem Hollendingar unnu víst).

Rútan komin í gagnið aftur þ. 7. júní - eins gott því þá er langur dagur á Suðurströndinni. Það stóðst og við sóttum hópinn á hótel upp úr kl. 10. Sumir fremur framlágir eftir langa og erilsama nótt og einhver lagði sig í aftasta sætið. Hann var reyndar orðinn hinn hressasti þegar við loks komum í Vík. Víkurprjón var vinsælt hjá mínu fólki og rútan orðin nokkuð full af alls kyns minjagripum þegar við komumst frá Vík. Reynisfjara alltaf frábær og þar tók ég mynd  af hópnum. Ekki hægt að trúa því að sjórinn hér geti verið göróttur þegar varla bærist alda við ströndina. Glettni sjórinn hér! 

Upp úr kl. 8 að kvöldi komum við svo í Bláa Lónið, frábær afslöppun í lok góðrar ferðar áður en hópurinn átti að fara í flug um miðnætti. Afskaplega var gaman að kynnast þessum Hollendingum. Vonandi sjáumst við aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband