Regnbogasumarið 2013

 20130921_114851

Hér hefur aðeins rignt tvisvar þetta sumarið. Fyrst í 25 daga og svo í 50 daga. Maður huggar sig við að eftir 100 ár verður nóg neysluvatn fyrir komandi kynslóðir á Íslandi. Eins gott að hugsa á jákvæðum nótum í sólarlausu sumri, rigningu og roki dag eftir dag. Ég verð að viðurkenna að það er oft erfitt að fara með erlenda ferðamenn um landið og sjá ekki einu sinni fram fyrir bílinn, hvað þá fallegu fjöllin okkar. Eitt er þó ekki hægt að taka frá okkur þetta sumarið, regnbogarnir skreyttu himin og jörð oftar en áður.

Við Dettifoss gekk ég með einum af hópum mínum og sólin braust út úr skýjunum í nokkrar mínútur. Svo fór að rigna aftur. Einn af túristunum mínum hafði fyrr í þessari ferð fundið það út að bílstjórinn væri sennilega með takka í rútunni sem stýrði sól og regni, í hvert sinn sem hann drap á bílnum fór sólin að skína, jafnvel í gegnum skúraleiðingarnar. Eftir nokkra stund við fossinn fór að rigna. Ég kallaði á hópinn minn ‘JÆJA’ – eitt firsta orðið sem ég kenni mínu fólki og þá vita þau að ég vil þau komi sér til baka í rútuna. Og nú kallaði ég JÆJA, bílstjórinn búinn að ýta á sólar/rigningar takkann og tími kominn til að fara í rútuna. Oft nota ég ‘töfra augað mitt’, segi að ég breyti veðrinu með því að nota töfra brúna augans. Mér var einu sinni sagt að þeir sem eru með brún augu séu það vegna þess að þeir kunni að ljúga – ég hlýt að geta logið svolítið þar sem mitt hægra er brúnt.

Enn hef ég verið afskaplega heppin með túrista, allir verið svo þægilegir og lausir við að kvarta. Hins vegar skil ég aðeins betur núna af hverju við getum ekki öll lifað í sátt og samlyndi í þessari veröld. Það sem einni þjóð finnst sérlega mikilvægt í þessu lífi finnst annarri þjóð ekkert mikilvægt. Sem dæmi tek ég að vera á tíma. Sumir hóparnir mínir hafa tekið sér langan tíma á hverjum stað sem stoppað er á meðan aðrir hópar þurfa aðeins 10-15 mínútur á hverjum stað og draga jafnvel gardínurnar fyrir í rútunni á milli staða, þegja líka. Aðrir dást endalaust að landslaginu, jafnvel í rigningu, og spyrja um allt milli himins og jarðar.

Blindu hóparnir mínir eru frábærir – eða hafa verið það hingað til. Í þeim hópum er alltaf einn sjáandi með hverjum blindum, leiðir hinn blinda og útskýrir landslag og liti. Fyrri blindi hópurinn minn þetta sumarið var ótrúlega heppinn með veður, sól upp á hvern dag og hiti inn við Sólheimajökul fór í 22°C. Vegna veðurs fór ég auka rúnt í Heiðmörk, sýndi þeim hellana þar og ein blind kona fór ofan í einn hellinn, þann sem þú þarf að smeygja þér niður í og helst halda niðri í þér a

ndanum á meðan þú kemur þér niður. Svo leið og beið. Hún skemmti sér svo vel í hellinum að við áttum erfitt með að ná henni upp aftur.

Eftir þann túr var mér og mínum manni boðið að koma sem sjáendur með blindum hópi, sem er að fara í siglingu í desember. Ójá, hver neitar slíku happdrætti? Vonast til að blogga um þá ferð hér.

Seinni blindi hópurinn var ekki eins heppinn með veður. Rigning mest allan tímann en þó stytti  upp af og til þannig að við höfðum þó fjallasýn. Að upplifa blindan snerta jökul hefði ég haldið að væri ekki svo sérstakt, en þar skjátlaðist mér illilega. Það er erfitt að slíta blinda frá jökultungunni þótt sandur, aska og ryk hylji ísinn. Þegar ég kallaði JÆJA þá sagði ein konan ‘Æ, hér vil ég vera fram á kvöld’. En þá fór að rigna eins og eftir pöntun – eða var það kannski bílstjórinn að fikta í takkanum sem stýrir regni/sól?

Síðasti túrinn minn var aðeins öðruvísi. Ég var með ein hjón sem leigðu bílaleigubíl og mig sem bílstjóra í sjö daga umhverfis landið. Það rigndi einn dag! Að vísu var aðeins kalt, Kuldaboli að láta vita að hann sé í grennd. Sumarið búin að vera eftirminnilegt, af hverju lá því svona á að komast í burtu héðan?

Þar sem ég átti í erfiðleikum með að hlaða inn fleiri regnbogamyndum þá er auðvelt að líta á þetta blog     http://www.travelblog.org/Bloggers/guggabraga/     til að sjá fleiri regnbogamyndir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðbjörg Bragadóttir

Höfundur

Guðbjörg Bragadóttir
Guðbjörg Bragadóttir

Leiðsögumaður

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 20130921 114851
  • ...19ipqmm
  • ...24sppkn
  • ...15zgqui
  • ...13joqio

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband